Forsíða

Barnamenningarhátíð fór fram með óvenjulegu sniði árið 2021. Við erum mjög stolt af því hversu veglega hátíð hægt var að framkvæma þátt fyrir takmarkanir á samkomum.
Meðal helstu viðburða á hátíðinni voru:
*Lag hátíðarinnar Fljúgandi furðuverur samið í samstarfi 4. bekkja í Reykjavík og listakonunnar Bríetar
*Barnamenningarhátíð heim til þín, sjónvarpsþáttur á besta tíma í sjónvarpi í samstarfi við RÚV og ýmist listafólk.
*Stórsýning LÁN verkefnisins á Listasafni Reykjavíkur, Borgarbókasafni Spönginni og í Grasagarðinum
*Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna í Hörpu
*Leikskólatónleikar Tónskóla Sigursveins. Yfir 600 börn voru fulltrúar 30 leikskóla haldnir á fjórum tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur
*Sögur - verðlaunahátíð barnanna
*Ævintýrahöllin á Árbæjarsafni. Fjölbreytt dagskrá með smiðjum, tónleikum jóga dansi, blöðrulistum, sögustund sirkus og endaði á Krakkakarókí þar sem ungt fólk spreytti sig á vinsælum lögum. Bríet tók nokkur af eigin lögum í lokin við góðar undirtektir unga fólksins og fjölskylda þeirra.
Dagsetningar Barnamenningarhátíðar 2022 verða 5. - 10. apríl næstkomandi. Þið getið byrjað að láta ykkur hlakka til gömlu góðu Barnamenningarhátíðarinnar með stórviðburðum í Hörpu og allskonar frábæru!

 

 

 Fylgist endilega með okkur en hér á síðunni mun dagskrá tileinkuð börnum birtast fram eftir vori.

 

Lag Barnamenningarhátíðar í Reykjavík

Lagið Fljúgandi furðurverur varð til í góðu samstarfi við börn í 4. bekk í grunnskólum borgarinnar. Börnin svöruðu spurningum um það sem skiptir þau máli í heiminum og lagið varð til úr frá hugmyndum þeirra.

Höfundar lags og texta: Bríet Ísis Elfar og Pálmi Ragnar Ásgeirsson
Hljóðvinnsla: Pálmi Ragnar Ásgeirsson