Á Barnamenningarhátíð verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu um alla borg!
 
Hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna á öllum aldri taka þátt í að skapa einstaka stemningu á hátíðinni.
 

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Vatnsmýrarhátíð 4.maí 2014 KL: 12:00- 16:00

Vatnsmýrarhátíðin er haldin af frumkvæði Norræna hússins í samstarfi við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið. Þetta er í  fyrsta sinn sem viðburðir fara fram einnig í Háskólanum (Haskólabíó) og Í Þjóðminjasafninu.

ÖRSÖGUR, SKEMMTISÖGUR, ÚTÚRSNÚNINGAR Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Sköpunarskólinn kalla eftir áhugasömum 8., 9. eða 10. bekkjum sem vilja taka þátt í skemmtilegu ritlistarverkefni í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík í apríl 2014 og Lestrarhátíð í Bókmenntaborg í október.

Blaðamenn Barnamenningarhátíðar í ár eru 8 talsins. Þau eru úr 8, 9 og 10 bekk og koma úr fjórum mismunandi skólum, Hagaskóla, Hlíðaskóla, Klettaskóla og Réttarholtsskóla.