VIÐBURÐIR Á BARNAMENNINGARHÁTÍÐ

Vilt þú taka þátt í Barnamenningarhátíð 2016?

Barnamenningarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 19. – 24. apríl næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn. Hún fer fram í öllum hverfum borgarinnar og rúmar allar listgreinar og annað sem að börnum og menningu þeirra snýr.

Vinsamlegast skráið viðburði til þátttöku hér ofar á síðunni.

Hægt er að sækja um fjármagn vegna kostnaðar við viðburði á hátíðinni til og með 8. febrúar.

Nánari upplýsingar í síma 590-1500 eða með því að senda póst á barnamenningarhatid@reykjavik.is. Barnamenningarhátíð er skipulögð af Höfuðborgarstofu sem heldur utan um almenna skipulagningu og samhæfingu viðburða, stendur að útgáfu dagskrár og kynningu á hátíðinni.