Á Barnamenningarhátíð verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu um alla borg!

Hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna taka þátt í að skapa einstaka stemningu á hátíðinni. Dagskrá Barnamenningarhátíðar inniheldur viðburði frá menningar- og listastofnunum, listhópum, listamönnum, félagasamtökum, listaskólum, grunnskólum, leikskólum og frístundaheimilum.

VIÐBURÐIR Á BARNAMENNINGARHÁTÍÐ

Murikamification (Arch8)

Viðburður hefst fyrir framan Tjarnarbíó, Tjarnargötu 12, 101 Rvk.
03.05.2014 - 17:00 til 18:00
Göngutúr með Arch8 sviðslistahópnum sem breytir hversdagslegu borgarlandslaginu í sviðsmynd. Ógleymanleg upplifun!

Opnunarhátíð í Hörpu

Harpa
29.04.2014 - 11:30 til 12:30
Í tilefni af Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2014 er öllum fjórðu bekkingum borgarinnar, 1400 talsins, boðið að taka þátt í opnunarathöfn.

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Skóla- og frístundasvið efnir í samstarfi við Barnamenningarhátíð til skemmtilegs viðburðar í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni: Skóla- og frístundaborgin Reykjavík. Kynningar á Skóla og frístundasviði verða á ýmsu formi í Ráðhúsinu dagana 30. apríl – 3. maí.

ASSITEJ Ísland - samtök um leikhús fyrir unga áhorfendur, efna til leiklistarhátíðar í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Í Ævintýrahöllinni, Tjarnarbíó og Gerðubergi verður boðið upp á vandaðar leik- og danssýningar fyrir allan aldur.

Í Iðnó verður starfrækt barnamenningarhús undir nafninu Ævintýrahöllin sem verður miðstöð barnamenningar á hátíðinni. Þar verður fjölbreytt dagskrá og húsið opið öllum. Lögð verðuráhersla á að skapa gott andrúmsloft og vettvang fyrir menningu barna, menningu fyrir börn og menningu með börnum.