Á Barnamenningarhátíð verður að finna fjölda viðburða sem börn og fullorðnir, í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu um alla borg!
 
Hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna taka þátt í að skapa einstaka stemningu á hátíðinni.
 

VIÐBURÐIR Á BARNAMENNINGARHÁTÍÐ

Danshátíð í Eldborg

Harpan
29.04.2014 - 20:00 til 21:15
Komdu og sjáðu dansara framtíðarinnar fara á kostum í hinum ólíku dansstílum þegar listdansskólar höfuðborgarsvæðisins sameinast í fjölbreyttri og metnaðarfullri dansveislu.

Secretum Obscura / Myrkur-klósett

Ljósmyndasafn Reykjavíkur
29.04.2014 - 13:00 til 17:00
30.04.2014 - 13:00 til 17:00
01.05.2014 - 13:00 til 17:00
02.05.2014 - 13:00 til 17:00
03.05.2014 - 13:00 til 17:00
04.05.2014 - 13:00 til 17:00
Secretum Obscura / Myrkur-klósett. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er búið að breyta salerni í myrkurhús.

OPNUNARHÁTÍÐ Í HÖRPU

Harpa
29.04.2014 - 11:30 til 12:30
Í tilefni af Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2014 er öllum fjórðu bekkingum borgarinnar, 1400 talsins, boðið að taka þátt í opnunarathöfn.

FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Hjartanlega velkomin á aðra sviðslistahátíð ASSITEJ á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Barnamenningarhátíð í Reykjavík.  Viðburðir á sviðslistahátíðinni eru merktir ASSITEJ í viðburðardagatali Barnamenningarhátíðar.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur býður alla velkomna á sýninguna SKÓLA- OG FRÍSTUNDABORGIN REYKJAVÍK sem haldin verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur dagana 30. apríl til 3. maí, frá klukkan 13:00-17:00.

Miðstöð barnamenningar