VIÐBURÐIR Á BARNAMENNINGARHÁTÍÐ

Vilt þú taka þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík 2015?

Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 21. – 26. apríl næstkomandi. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Hátíðin er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn. Hún fer um öll hverfi borgarinnar og rúmar allar listgreinar og annað sem að börnum og menningu þeirra snýr. Hægt er að sækja um kostnaðarþátttöku vegna viðburða á hátíðinni til og með 11. febrúar. Vinsamlegast skráið viðburði á Barnamenningarhátið í síðasta lagi 9. mars. Sótt er um á vef hátíðarinnar www.barnamenningarhatid.is. Nánari upplýsingar í síma 590-1500. Barnamenningarhátíð er skipulögð af Höfuðborgarstofu sem heldur utan um almenna skipulagningu og samhæfingu viðburða, stendur að útgáfu dagskrár og kynningu á hátíðinni Logó borgar - lógó hátíðar með dagsetningu 2015.